Gerða Jónsdóttir eigandi Inshape - „Heilsa snýst um svo margt annað en þetta útlitstengda"

Release Date:

Gerða Jónsdóttir er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Spegilmyndarinnar. Gerða er menntuð sem íþrótta -og heilsufræðingur en hún er með BSc gráðu í íþróttafræðum og MEd í heilsuþjálfun og kennslu frá HR. Einnig er hún með einkaþjálfara réttindi og hefur lokið dómaramáskeiðum í fimleikum. Um langt skeið hefur Gerða starfað sem einka- og hópaþjálfari, bæði í World Class og Mjölni og hefur haldið námskeið fyrir konur á meðgöngu og nýbakaðar mæður.
Einnig er hún hönnuður INSHAPE vörumerkisins sem er meðal annars sérhannað æfingarkerfi fyrir konur og heilsutengda viðburði og vörur. Gerða ræðir um margt áhugavert í þessu spjalli um heilsu og líkamsrækt en einnig fer hún yfir tímann sem hún nýtti á þessu ári til þess að taka sjálfa sig í gegn andlega og líkamlega eftir aðgerð.
Gerða er einstaklega hlý og með góða nærveru en hún leggur mikla áherslu á að hugsa um heilsuna til lengri tíma og muna að hafa vegferðina skemmtilega. Hér er á ferðinni ákaflega gott spjall við dásamlega konu sem hefur ákveðið að líta jákvæðum augum á tilveruna þar sem heilsutengt mál eru algjörlega hennar ástríða. 

Gerða Jónsdóttir eigandi Inshape - „Heilsa snýst um svo margt annað en þetta útlitstengda"

Title
Spegilmyndin
Copyright
Release Date

flashback