Mannshvarf: Brandon Swanson

Release Date:

Brandon var að ljúka fyrsta árinu sínu í skóla og mætti í nokkur partý kvöldið 14. maí árið 2008. Hann var á bíl og entist því ekki lengi, en í kringum miðnætti yfirgefur hann síðustu veisluna. Tæpum tveimur tímum síðar hringir hann í foreldra sína og segir þeim frá því að hann hafi endað ofan í skurði og sé fastur, staðsettur í Lynd. Hann talar við foreldra sína í símann á meðan hann bíður en upp renna tvær grímur á þau þegar þau finna hann hvergi. Hann ákveður að fara út úr bílnum til að ganga í áttina að næsta bæjarfélagi og á miðri leið heyra foreldrar hans hann segja OH SHIT og var það í síðasta skipti sem þau hafa heyrt frá honum. Við leit kom í ljós að hann var hvergi nærri Lynd heldur á allt öðrum stað og margar spurningar hafa vaknað í kjölfar hvarfs hans. 
Þátturinn er í boði Define the Line - þið getið skoðað úrvalið inni á www.definethelinesport.com 
Komið í áskrift: 
www.pardus.is/mordskurinn
Samfélagsmiðlar: 
www.instagram.com/mordskurinn
www.facebook.com/mordskurinn 

Mannshvarf: Brandon Swanson

Title
Mannshvarf: Brandon Swanson
Copyright
Release Date

flashback