#17. - Hvað tefur vaxtalækkanir?

Release Date:

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri er aðalviðmæl­andi Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í nýj­asta þætti Spurs­mála.
Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans til­kynnti í vik­unni um að staða stýri­vaxta héld­ist óbreytt og yrði áfram í 9,25 pró­sent­um. Ákvörðunin hef­ur valdið þó nokkru upp­hlaupi einkum í sam­hengi við ný­und­ir­ritaða kjara­samn­inga sem ætlað var að hafa áhrif á lækk­un og þróun verðbólgu.
Í þætt­in­um verður krefj­andi spurn­ing­um beint að seðlabanka­stjóra um horf­urn­ar á efna­hags­markaði hér á landi.

Yf­ir­ferð á stærstu frétt­um vik­unn­ar verður í góðum hönd­um þessa vik­una. Þær Nadine Guðrún Yag­hi, sam­skipta­stjóri flug­fé­lags­ins Play, og Þór­hild­ur Þor­kels­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Brú Stra­tegy, mæta í settið til að rýna helstu frétt­ir líðandi viku.
Sam­hliða störf­um sín­um halda þær Nadine og Þór­hild­ur úti hlaðvarpsþátt­un­um Eft­ir­mál sem notið hafa mik­illa vin­sælda.










#17. - Hvað tefur vaxtalækkanir?

Title
#17. - Hvað tefur vaxtalækkanir?
Copyright
Release Date

flashback