Vaxtaverkir, Orðabók hinna týndu orða, sjósund í Gufunesi

Release Date:

Á sýningunni Vaxtaverkir í Árbæjarsafni setur hönnunarhópurinn ÞYKJÓ fram skólasögu Reykjavíkur á frumlegan hátt. Þróun námsgreina og kennsluaðferða er miðlað á óvæntan hátt með dýrmætum safngripum, ljósmyndum og frásögnum frá fyrri tíð. Við hittum Sigríði Sunnu Reynisdóttur, listrænan stjórnanda Þykjó, í Árbæjarsafni í þætti dagsins og ræðum um sýninguna.
Við bryggjuna í Gufunesi hafa vaskir nemar í arkitektúr hannað og smíðað aðstöðu til sjósundsiðkunar undanfarnar vikur. Aðstaðan var formlega opnuð um síðustu helgi svo nú gefst sundfólki kostur á að komast í sundfötin í skjóli og komast út í sjó án þess að klöngrast yfir varnargarðinn. Við höldum í Gufunesið í þætti dagsins og hittum fyrir nokkra nema og Birtu Fróðadóttur, lektor og fagstjóri yfir BA arkitektúr við LHÍ.
Og Gréta Sigríður Einarsdóttir fjallar um Orðabók hinna týndu orða eftir Pip Williams, sem kom nýverið út í þýðingu Ugga Jónssonar.

Vaxtaverkir, Orðabók hinna týndu orða, sjósund í Gufunesi

Title
Vaxtaverkir, Orðabók hinna týndu orða, sjósund í Gufunesi
Copyright
Release Date

flashback