Segðu mér

RÚV

Marta Nordal

Marta Nordal leikhússtjóri hjá LA, hún er að söðla um og verður sérfræðingur í sviðslistum í Menningar- og Viðskiptaráðuneytinu. Hún segir frá námi sínu i Bristol, heimkomu og stofnun Aldrei stelandi sem hún og Edda Björg Eyjólfsdóttir stofnuðu. Undanfarin 6 ár hefur hún verið listrænn stjórnandi LA, og loka sýningin á hennar vegum var And Björk of course.
Tónlist:
Love´s in need for love today - Stevie Wonder
Tæknimaður: Jón Þór Helgason


Vísindavarp Ævars

RÚV

Flöskuskeyti!

Bæði flöskuskeyti Ævars og Verkís eru komin aftur heim til Íslands. Ævar segir frá ferðalaginu og fær svo Arnór Þóri Sigfússon frá Verkís í heimsókn til að útskýra betur hvernig í ósköpunum skeytin virka.

krakkaruv.is/aevar
krakkaruv.is/floskuskeyti


Víðsjá

RÚV

Svipmynd af tónlistarmanni / Steingrímur Karl Teague

Steingrímur Karl Teague er söngvari, djazzpíanisti, lagahöfundur og bókmenntafræðingur, sem ólst upp á Seltjarnarnesi með viðkomu í Bandaríkjunum. Hann er hvað þekktastur fyrir að vera einn af meðlimum hljómsveitarinnar Moses Hightower, sem setti alveg nýjan tón í íslenska tónlistarflóru árið 2010 með plötunni Búum til börn. Sálarskotinn fönk hljóðheimurinn í bland við hrífandi íslenska texta hefur svo þróast áfram á fjórum plötum, nú síðast Lyftutónlist sem kom út 2020.

Steingrímur hefur auk þess spilað og sungið með fjöldanum öllum af tónlistarfólki í gegnum árin, þar á meðal Of Monsters and Men og Uppáhellingunum sem einmitt gáfu út plötuna Tempó Primo. Árið 2021 gaf Steingrímur út plötuna More Than You Know með söng­kon­unni Silvu Þórðardótt­ur þar sem dúóið útsetur og leikur sér með fræga djazzstandarda.