Svipmynd af tónlistarmanni / Steingrímur Karl Teague

Release Date:

Steingrímur Karl Teague er söngvari, djazzpíanisti, lagahöfundur og bókmenntafræðingur, sem ólst upp á Seltjarnarnesi með viðkomu í Bandaríkjunum. Hann er hvað þekktastur fyrir að vera einn af meðlimum hljómsveitarinnar Moses Hightower, sem setti alveg nýjan tón í íslenska tónlistarflóru árið 2010 með plötunni Búum til börn. Sálarskotinn fönk hljóðheimurinn í bland við hrífandi íslenska texta hefur svo þróast áfram á fjórum plötum, nú síðast Lyftutónlist sem kom út 2020.

Steingrímur hefur auk þess spilað og sungið með fjöldanum öllum af tónlistarfólki í gegnum árin, þar á meðal Of Monsters and Men og Uppáhellingunum sem einmitt gáfu út plötuna Tempó Primo. Árið 2021 gaf Steingrímur út plötuna More Than You Know með söng­kon­unni Silvu Þórðardótt­ur þar sem dúóið útsetur og leikur sér með fræga djazzstandarda.

Svipmynd af tónlistarmanni / Steingrímur Karl Teague

Title
Svipmynd af tónlistarmanni / Steingrímur Karl Teague
Copyright
Release Date

flashback