Svipmynd af saxófónleikara / Guðjón Steinn Skúlason

Release Date:

Guðjón Steinn Skúlason, saxófónleikari og tónsmiður, er fæddur árið 2004. Hann ólst upp í Reykjanesbæ og var snemma farinn að skapa. Þegar hann var síðar kominn í einkatíma í saxófónleik fékk hann einfalda spurningu: hvort hann ætlaði að sinna djasstónlistinni af alvöru. Svarið var nokkuð klárt og nú stundar Guðjón Steinn nám í saxófónleik við Manhattan School of Music í New York, einn fjórtán saxófónleikara sem þar hófu nám við skólan á fyrsta ári bakkalársnáms.

Guðjón fékk sér kryddbrauð og kaffi í morgunmat áður en hann kom í þáttinn. Hann nýtur þess að vera heima í sumarfríi í foreldrahúsum, en í kvöld fer hann fyrir kvartetti sínum á tónleikum í djassklúbbnum Múlanum í Hörpu. Með honum leika þar Hilmar Jensson á gítar, Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Matthías MD Hemstock á trommur. Á tónleikunum mun þeir leika nýlegar frumsamdar tónsmíðar Guðjóns Steins sem margar hverjar eru innblásnar af dvöl hans í New York borg í bland við íslenskar rætur hans.

Svipmynd af saxófónleikara / Guðjón Steinn Skúlason

Title
Svipmynd af saxófónleikara / Guðjón Steinn Skúlason
Copyright
Release Date

flashback