Svipmynd af heimspekingi / Sigríður Þorgeirsdóttir

Release Date:

Sigríður Þorgeirsdóttir er heimspekingur og prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Hún lagði stund á fagið í Boston og Berlín þaðan sem hún lauk doktorsprófi 1993 og fjórum árum síðar varð hún fyrst kvenna til að verða fastráðinn kennari í heimspeki við Háskóla Íslands.

Á ferli sínum hefur Sigríður leitast við að stunda rannsóknir á heimspeki sem byggir á reynslu og upplifun; lífinu sjálfu. Hún hefur rannsakað þátt kvenna í sögu heimspekinnar og sýnt að konur hafa allt frá fornöld lagt stund á fagið þó lítið verið gert úr framlagi þeirra í hugmyndasögu fræðanna. Undanfarin misseri hefur Sigríður staðið fyrir heimspekigjörningnum Minisophy eða Smáspeki sem rannsakar heimspekilega vídd hversdagslegra fyrirbæra, en innan háskólans hefur hún leitt rannsóknarverkefnið Líkamleg gagnrýnin hugsun eða Embodied Critical Thinking, verkefni sem endurnýjar aðferðir heimspekilegrar hugsunar með að hugsa markvisst út frá reynslu.

Svipmynd af heimspekingi / Sigríður Þorgeirsdóttir

Title
Svipmynd af heimspekingi / Sigríður Þorgeirsdóttir
Copyright
Release Date

flashback