Svipmynd: Rúnar Rúnarsson leikstjóri

Release Date:

Það má segja að stuttmyndin Síðasti bærinn hafi sett ákveðin tón í höfundaverk Rúnars Rúnarssonar leikstjóra sem hefur ómað síðan. Kvikmyndir Rúnars eru oftar en ekki teknar á filmu, þær eru ljóðrænar þroskasögur um fólk á tímamótum, þar sem umhverfið leikur stórt hlutverk. Þetta eru stórar sögur sem fjalla um það smáa í tilverunni.
Hann komst inn í Danska kvikmyndaháskólann með Síðasta bænum og hún ferðaðist um heiminn, hlaut fjölda alþjóðlegra verðlauna og var þar að auki tilnefnd til Óskarsverðlauna. Tvær stuttmyndir sem einnig nutu mikilla velgengni fylgdu í kjölfarið og árið 2011 frumsýndi Rúnar Eldfjall, sína fyrstu mynd í fullri lengd. Þrestir og Bergmál komu í kjölfarið og velgengni Rúnars á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum hélt áfram.
Rúnar frumsýnir sína nýjustu kvikmynd Ljósbrot á Cannes á næstu dögum en hún er opnunarmynd í Un Certain Regard-flokki hátíðar­inn­ar, þar sem kvik­mynd­um sem sýna list­ræna djörf­ung er hampað. Rúnar verður gestur Víðsjár í Svipmynd dagsins.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Svipmynd: Rúnar Rúnarsson leikstjóri

Title
Svipmynd: Rúnar Rúnarsson leikstjóri
Copyright
Release Date

flashback