Svipmynd: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Release Date:

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er myndasöguhöfundur, barnabókahöfundur, tónlistarkona og myndlistarkona. Lóa Hlín elskar að reyna að skilja fólk og í myndasögum hennar birtist hárbeitt samfélagsrýni þar sem hún greinir tíðarandann á einstakan hátt. Hún er einn af stofnendum hljómsveitarinnar FM Belfast og hefur gefið út nokkrar barnabækur, bæði sem myndhöfundur og rithöfundur og var bók hennar Grísafjörður tilnefnd til Norrænu barna- og ungmennabókverðlaunanna og framhald hennar Hérafjörður var nýverið tilnefnd til Vestnorrænu barnabókaverðlaunanna. Lóa lærði myndlist í FB og Listaháskóla Íslands, myndskreitingar við Parsons listaskólann í New York og ritlist í Háskóla Íslands. Hún gefur samt ekki mikið fyrir prófgráður og leggur mesta rækt við að lifa gleðiríku lífi og vera samkvæm sjálfri sér. Lóa Hlín er eldheitur aktivisti sem brennur fyrir félagslegu réttlæti og í þá átt rennur sköpunarkraftur hennar þessi dægrin. Lóa Hlín verður gestur okkar í svipmynd vikunnar.

Svipmynd: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

Title
Svipmynd: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Copyright
Release Date

flashback