Samfélag eftir máli, djazzdúettar á Múlanum

Release Date:

Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi, eftir Harald Sigurðsson skipulagsfræðing, hlaut á dögunum Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Haraldur hefur eftir þrjátiu ára störf við skipulagsmál enn trú á sömu hlutum og toguðu hann upphaflega í nám til Toronto. Mikilvægast af öllu sé verndun náttúrunnar, að nýta landið vel og með kynslóðir framtíðar í huga. Að sama skapi sé fjölbreytt húsnæði, blöndun félagshópa og lækkun húsnæðiskostnaðar mikilvægasta verkefnið. Haraldur verður gestur okkar í dag.
Vordagskrá Jazzklúbbsins Múlans hófst á Björtuloftum í Hörpu í síðasta mánuði en tónleikar á þeirra vegum munu fara fram á hverju miðvikudagskvöldi fram í lok máimánaðar. Næsta miðvikudagskvöld verður dúettakvöld og stíga á stokk tveir nokkuð framsæknir dúettar. Annars vegar eru það Tumi Torfason og Bjarni Már Ingólfsson og hins vegar Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Elíassen. Við ræðum við einn útsendara úr hverri sveit í þætti dagsins, þá Tuma og Sölva.

Samfélag eftir máli, djazzdúettar á Múlanum

Title
Samfélag eftir máli, djazzdúettar á Múlanum
Copyright
Release Date

flashback