IceCon, Cancion Ranchera og Feneyjatvíæringurinn

Release Date:

Við fáum sendingu frá Feneyjum í þættinum. Starfsnemar í listfræði, myndlist og sýningastjórnun við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands munu á næstu vikum flytja stutt erindi um sýningar Feneyjartvíæringsins. Í pistli dagsins tekur Auður Mist, oftast kölluð Auja Mist, myndlistakona frá Reykjavík, til máls og segir meðal annars frá því hvernig jaðarsettir hópar í myndlist hafa nýtt dulspeki sem sameiningartákn

Þorleifur Sigurðsson verður einnig með í þættinum en hann hefur verið að skoða tónlistarstefnur í ólíkum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að hafa haft gríðarleg menningarleg áhrif. Að þessu sinni mun hann segja frá Cancion Ranchera sem er mexíkósk þjóðlagahefð og er eitt helsta menningareinkenni Mexíkó.

IceCon-furðusagnahátíðin hefur göngu sína í fjórða sinn núna um helgina. Hugtakið furðusögur nær yfir fantasíur, vísindaskáldskap og hrollvekjur og allt þar á milli. Heiðursgestir í ár eru rithöfundarnir Emil Hjörvar Petersen, sem er einn stofnenda hátíðarinnar, Hugo-verðlaunahafinn John Scalzi og Lambda-verðlaunahafinn Kirsty Logan. Hátíðin hefst nú um helgina og verða hinir ýmsu viðburðir á dagskrá í Veröld Húsi Vigdísar. Anna María Björnsdóttir ræðir við þá Emil Hjörvar Petersen og Júlíus Árnason Kaaber, einn skipuleggjenda hátíðarinnar í ár í þættinum.

IceCon, Cancion Ranchera og Feneyjatvíæringurinn

Title
IceCon, Cancion Ranchera og Feneyjatvíæringurinn
Copyright
Release Date

flashback