Hundrað þúsund, Í tíma og ótíma og Híbýlaauður

Release Date:

Óperan Hundrað þúsund var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu um liðna helgi. Verkið, sem þær Kristín Eiríksdóttir og Þórunn Gréta Sigurðardóttir byggja á gamla Grimmsævintýrinu um spunakonurnar, fjallar um ástandið í samtíma okkar og misskiptinguna sem það ástand skapar. Neyslukapphlaup, stéttaskiptingu og viðhorf til vinnu. Við ræðum við leikstjórann Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og tónskáldið Þórunni Grétu í þætti dagsins.

Við lítum einnig við inn í Hafnarborg þar sem sýningin Í tíma og ótíma opnar um næstu helgi. Þar er sjónum beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum ‏þ‏‏riggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, þeim Örnu Óttarsdóttur, Leslie Roberts og Amy Brener. Við ræðum við sýningarstjórann Ingunni Fjólu Ingþórsdóttur í þættinum.

Hildigunnur Sverrisdóttir veltir fyrir sér arkitektónískum og hagrænum rannsóknum á húsnæðisuppbyggingu hér á landi.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Hundrað þúsund, Í tíma og ótíma og Híbýlaauður

Title
Hundrað þúsund, Í tíma og ótíma og Híbýlaauður
Copyright
Release Date

flashback