Hreinn Friðfinnsson

Release Date:

Víðsjá dagsins er helguð Hreini Friðfinnssyni. Hreinn fæddist á Bæ í Dölum í febrúar 1943. Hann útskrifaðist frá Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1960 og fluttist stuttu síðar til Amsterdam. Hann var einn af stofnendum SÚM hópsins og hefur oft verið kallaður einn af frumkvöðlum hugmyndalistar hér á landi. Hreinn vann með i8 gallerí hér á landi og fleiri galleríum víðsvegar um Evrópu, en hann sýndi reglulega vítt og breitt um heiminn. Hreinn var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 1993, árið 2000 voru honum veitt virtustu myndlistarverðlaun Finnlands, Ars Fennica verðlaunin, og fyrr í þessum mánuði féll heiðursviðurkenning Myndlistarráðs í skaut Hreins. Hreinn kvaddi þennan heim á hjúkrunarheimili í Amsterdam þann 6.mars síðastliðinn.
Viðmælendur í þættinum eru Hrafnhildur Helgadóttir, Sigurður Guðmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, Emma Heiðarsdóttir og Börkur Arnarson.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson.

Hreinn Friðfinnsson

Title
Hreinn Friðfinnsson
Copyright
Release Date

flashback