Afbygging stóriðju í Helguvík, Frost, andrúmsloft

Release Date:

Libia Castro & Ólafur Ólafsson hafa unnið saman að myndlist frá því að þau kynntust í Holland 1997. Þau starfa jöfnum höndum í Berlín, Malaga og Reykjavík en verk þeirra byggja oftar en ekki á þverfaglegum samvinnuverkefnum sem taka á sig mynd í ólíkum miðlum. Ólafur og Libia hafa sýnt víða um heim og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín. Þau fóru fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn 2011 og 2020 voru þau valin myndlistarmenn ársins hér á landi fyrir sýninguna Í leit að töfrum – tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Þau sýna um þessar mundir í Listasafni Reykjanesbæjar, sýningu sem kallast Afbygging stóriðju í Helguvík og við lítum þangað inn í þætti dagsins.
Nína Hjálmarsdóttir rýnir í Disney söngleikinn Frost sem frumsýndur var um liðna helgi í Þjóðleikhúsinu.
Viktoría Blöndal sviðslitakona heldur áfram að leita uppi andrúmsloft í sínu fjórða innslagi af sex.

Afbygging stóriðju í Helguvík, Frost, andrúmsloft

Title
Afbygging stóriðju í Helguvík, Frost, andrúmsloft
Copyright
Release Date

flashback