64 | Dyatlov-leiðangurinn og lokun Guantanamo fangabúðanna

Release Date:

Í Heimskviðum vikunnar förum við til Rússlands og Kúbu, en fjöllum þó ekkert um sósíalisma.

Ráðgátan um örlög níu ungra Rússa sem fundust látin í Úralfjöllum árið 1959 gæti verið ráðin. Vinnsla við eina þekktustu Disney mynd síðari tíma virðist hafa hjálpað til við að leysa þessa lífseigu ráðgátu. Þá leituðu rannsakendur sömuleiðis í gagnabanka þekkts bílaframleiðanda við uppljóstrun málsins. Birta Björnsdóttir fjallar um málið.

Þá segir Guðmundur Björn okkur frá því að til stendur að fangabúðum Bandaríkjastjórnar við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað í stjórnartíð Joe Bidens. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í vikunni. 780 fangar hafa dvalið í búðunum frá því George Bush tilkynnti um opnun þeirra árið 2002. Margir vistmenn í Guantanamo voru fluttir þangað án þess að hljóta réttláta málsmeðferð, og þurft að sæta þar pyntingum. Mannréttindasamtök hafa lengi barist fyrir því að fangabúðunum yrði lokað, og meðal annars bent á að stangist á við ákvæði í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Barack Obama hét því að loka fangabúðunum í stjórnartíð sinni, en hafði ekki erindi sem erfiði. Donald Trump vildi halda þeim opnum, en nú ætlar Joe Biden að reyna að loka þeim.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

64 | Dyatlov-leiðangurinn og lokun Guantanamo fangabúðanna

Title
64 | Dyatlov-leiðangurinn og lokun Guantanamo fangabúðanna
Copyright
Release Date

flashback