55 | Nagorno-Karabakh, norræn krísa og bjargvætturinn Dolly Parton

Release Date:

Í Heimskviðum í dag verður fjallað um aðdraganda ástandsins í Nagorno-Karabakh héraði, um bresti í norrænu samstarfi á tímum kórónuveirunnar og gleðigjafann Dolly Parton og hlutverk hennar í þróun bóluefnis gegn kórónuveirunni.

Nagorno-Karabakh, lítið hérað í Suður-Kákasusfjöllunum, hefur verið bitbein Armeníu og Aserbaísjan áratugum saman. Nýlega kom til harðra átaka þar, sem endaði með friðarsamkomulagi, sem ekki allir eru ánægðir með. Síðasta friðarsamkomulag entist í 26 ár. Að baki ófriðnum eru flókin pólitísk átök sem fleiri þjóðir hafa dregist í. Hallgrímur Indriðason rýnir, með aðstoð sérfræðinga, í ástæður þessara átaka og hvaða líkur séu á varanlegum friði í héraðinu.

Öfugþróun hefur verið í norrænu samstarfi undanfarin ár, landamærum sem höfðu verið opin frá því 1952 var lokað. Forsætisráðherrar ríkjanna samþykktu í fyrra að Norðurlönd yrðu samofnasta og sjálfbærasta svæði veraldar, sá draumur virðist fjarlægjast. Kórónuveiran sýkti ekki bara fólk heldur líka norrænt samstarf, upp er komin tortryggni og jafnvel ótti, ,,við og þeir" hugsun hefur skotið upp kollinum. En það er ekki bara veiran sem á sök á þessu segir kennari við Helsinki-háskóla, andúð á hnattvæðingu og ný-þjóðernishyggja leika einnig hlutverk.

Nýverið bárust fregnir af því að bóluefni gegn Covid 19 frá bandaríska lyfjafyrirtækinu Moderna, hafi sýnt allt að 95% virkni. Þetta eru gleðitíðindi og um svipað leyti eru aðrir lyfjaframleiðendur einnig að koma fram með bóluefni gegn kórónuveirunni sem hefur lagt heiminn á hliðina á þessu ári. En þróun bóluefnisins frá Moderna hefði líklega aldrei náð neinu flugi ef ekki hefði verið fyrir rausnarlega peningagjöf eins ástsælasta gleðigjafa samtímans, kántrísöngkonunnar Dolly Parton. Guðmundur Björn segir okkur frá þessari skemmtilegu staðreynd og hvað það er við Dolly Parton, sem fær okkur til að elska hana.

Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

55 | Nagorno-Karabakh, norræn krísa og bjargvætturinn Dolly Parton

Title
55 | Nagorno-Karabakh, norræn krísa og bjargvætturinn Dolly Parton
Copyright
Release Date

flashback