Þáttur 116 - Alda Sigmunds um að alast upp með narsissistískri móður

Release Date:

Þátturinn er í boði:
Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
Sleepy - www.sleepy.is -
IceHerbs - www.iceherbs.is
Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl

Þegar ég var í Tælandi las ég bókina endurminningabókina Daughter eftir Öldu Sigmundsdóttur og ég gat ekki látið hana frá mér. Bókin er skrifuð af svo einskærri snilld, berskjöldun og krafti og það lýsir einnig persónunni sem Alda hefur að geyma þegar hún settist niður í stólinn á móti mér. Ég var dáleiddur að hlusta á hana tala um reynslu sína og visku um hvað það er að alast upp með narsissistískri móður og andlegu ofbeldi sem með því fylgdi. Alda hjálpar okkur að skilja þennan flókna og eyðinleggjandi persónuleika og við berum saman reynslu okkar í gegnum þáttinn. Þátturinn er í lengri kantinum, en ég hefði getað haldið áfram að tala við hana langt fram á kvöld. Ég er þakklátur og auðmjúkur að hafa fengið hana til mín og vona að þið njótið þáttarins.

Þátturinn var tekinn upp í Nóa Sírís Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

Alda Sigmundsdóttir skrifaði endurminningabókina Daughter sem fjallar um baráttu hennar við að losna úr viðjum narsissísks ofbeldis sem hún bjó við í æsku.

Þáttur 116 - Alda Sigmunds um að alast upp með narsissistískri móður

Title
Þáttur 116 - Alda Sigmunds um að alast upp með narsissistískri móður
Copyright
Release Date

flashback