Ísak Morris – Endaði á götunni 18 ára og kynntist morfínefnum

Release Date:

Tónlistarmaðurinn Ísak Morris hefur þrisvar sinnum legið við dauðans dyr eftir að hafa tekið of stóran skammt. Hann varð ungur háður fíkniefnum og endaði á götunni þegar hann var átján ára þegar mamma hans flutti úr landi og skildi hann einan eftir. Þar kynntist hann morfínefnum og við tók margra ára barátta við fíknisjúkdóm. Hann náði um tíma sjö ára edrúmennsku, eignaðist fjölskyldu og börn og lifði ósköp venjulegu lífi. Síðan bankaði sjúkdómurinn upp á og tók yfir líf hans. Hann kynntist þá krakki og missti vitið í kjölfarið, bókstaflega. Hann endaði á fíknigeðdeild og fór síðan í sveit til ömmu sinnar sem stappaði í hann stálinu. Ísak segir sögu sína í Fókus.

Ísak Morris – Endaði á götunni 18 ára og kynntist morfínefnum

Title
Fókus
Copyright
Release Date

flashback