Margrét Blöndal i8, Kúmbíu tónlist, Herdís Anna Við Djúpið

Veröffentlicht:

„Það eru undur allt í kringum okkur, við þurfum bara að gefa þeim gaum,“ segir myndlistarmaðurinn Margrét Blöndal sem sýnir um þessar mundir í i8 galleríi. Þetta er fjórða einkasýning Margrétar í i8, en hún er löngu þekkt fyrir sín fíngerðu og ljóðrænu verk sem unnin eru þvert á miðla, og sem hafa verið sýnd víða, hér heima og erlendis. Þín er vænst / Do not go roughly into that good night, kallast innsetningin þar sem teikningar á pappír eiga í samtali við gallerís rýmið. Í teikningum ráða eiginleikar efnisins útkomunni, en um leið samband listamannsins við efnið. Við lítum inn í i8 með Margréti í þætti dagsins.

Þorleifur Sigurlásson verður einnig með okkur í dag, og að þessu sinni fjallar hann um tónlist frá Kólumbíu. En við byrjum á annarskonar tónlist, sem nú ómar á Ísafirði, þar sem tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur nú yfir. Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður Rúv á Vesturlandi, og bókmenntarýnir okkar hér í Víðsjá, er stödd á hátíðinni og hún fór í göngutúr um bæinn með Herdísi Önnu Jónasdóttur söngkonu.

Margrét Blöndal i8, Kúmbíu tónlist, Herdís Anna Við Djúpið

Titel
Margrét Blöndal i8, Kúmbíu tónlist, Herdís Anna Við Djúpið
Copyright
Veröffentlicht

flashback