Ljóðstafur Jóns úr Vör, Molta og Frelsi

Veröffentlicht:

Vala Hauksdóttir hlaut á sunnudag Ljóðstaf Jóns úr Vör við hátíðlega athöfn í Salnum í kópavogi fyrir ljóð sitt, Verk að finna. Við setjumst niður með Völu og ræðum um ljóðið og skrifin í þætti dagsins. Molta er þverfagleg og lifandi innsetning sem verður opin gestum og gangandi í Gerðarsafni í Kópavogi frá fimmtudegi. Hægt verður að njóta hennar á opnunartíma safnsins, en einnig verða sérstakar sýningar sem sýndar verða að kvöldi til eftir að hefðbundum opnunartíma líkur, fjórum sinnum á næstu vikum. Við hittum Rósu Ómarsdóttur höfund Moltu í þætti dagsins og heyrum af rótum, rotnun, bakteríum og umróti ýmiskonar. Freyja Þórsdóttir verður einnig með okkur í þættinum en í dag fjallar hún um mismunandi gerðir af frelsi. Í því samhengi veltir hún m.a. fyrir sér ólíkum áhrifum listarinnar og auglýsinga á andlega velferð.

Ljóðstafur Jóns úr Vör, Molta og Frelsi

Titel
Ljóðstafur Jóns úr Vör, Molta og Frelsi
Copyright
Veröffentlicht

flashback