Hreint ekki neitt, Póstkort og svipbrigði, Andrúmsloft Viktoríu Blöndal

Veröffentlicht:

Póstkort og svipbrigði er yfirskrift tónleika sem þær Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari halda í Salnum í Kópavogi á sunnudag. Á efnisskrá eru verk eftir eftir úkraínska fiðluleikarann Andrii Didorenko og hollenska tónskáldið Jurriaan Andriessen en þar að auki þrjú verk sem samin eru sérstaklega fyrir þær Laufeyju og Elísabetu, verkin Árferð eftir Báru Grímsdóttur, Svipbrigði eftir Kolbein Bjarnason og Notre Dame eftir Pál Ragnar Pálsson. Við ræðum við þær stöllur um verkin í þætti dagsins, og samstarfið sem nú hefur staðið í þrjá áratugi.
Einnig heimsækjum við Portfolio gallerí þar sem Halldór Ragnarsson sýnir Hreint ekki neitt og Viktoría Blöndal veltir fyrir sér andrúmslofti.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Hreint ekki neitt, Póstkort og svipbrigði, Andrúmsloft Viktoríu Blöndal

Titel
Hreint ekki neitt, Póstkort og svipbrigði, Andrúmsloft Viktoríu Blöndal
Copyright
Veröffentlicht

flashback