Hjartabrostnar borgir, Hjartadrottning og Möguleg æxlun

Veröffentlicht:

Í þættinum förum við í Gerðarsafn í Kópavogi og ræðum við Sóleyju Ragnarsdóttur um sýninguna Hjartadrottning sem verður opnuð næsta laugardag. Hún segir okkur frá servíettusafni ömmu sinnar og hvernig það hefur orðið að innblæst fyrir myndlistarverk og plastdrasli sem hún hefur týnt á ströndum Danmerkur þar sem hún er búsett.

Jakub Stachowiak, rithöfundur, hefur verið að flytja okkur esseyjuseríuna hjartabrostnar borgir þar sem hann segir frá ferðalagi sínu til Ítalíu til að skrifa skáldsögu og jafna sig á ástarsorg. Í síðustu pistlum heyrðum við af sárri höfnun sem Jakub varð fyrir þegar hann reyndi að taka þráðinn upp aftur með sínum fyrrverandi í Róm. Og af því þegar hann til borgarinnar Napólí til að reyna að dreifa huganum frá sorginni. Í síðasta pistli sínum í dag heldur hann til Amsterdam en er ekki svo heppinn með veður.

Einnig náum við tali af myndlistarmanninum Brák Jónsdóttur um sýninguna Möguleg æxlun eða Possible Oddkin sem hún hlaut hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna fyrir í mars. Að mati dómnefndar þóttu skúlptúrar Brákar og gjörningatengsl hennar við marga þeirra slái áhugaverðan tón í myndlistinni og að í þeim kjarnist margar af mikilvægari spurningum samtímans um tengsl manns og náttúru.

Hjartabrostnar borgir, Hjartadrottning og Möguleg æxlun

Titel
Hjartabrostnar borgir, Hjartadrottning og Möguleg æxlun
Copyright
Veröffentlicht

flashback