Þáttur 128 - Kristín Sam um ofbeldi í vináttu, eftirköstin og nýr raunveruleiki eftir skilnað

Veröffentlicht:

Þátturinn er í boði:
Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
IceHerbs - www.iceherbs.is
Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl
Neutral þvotta og húðvörur - fáanlegt í Bónus og öðrum verslunum

Kristín Sam er húðperri, meyja, markaðsdrottning og heilsu & ræktarfanatíkus. Hún gaf út bókina Húðin í fyrra og hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum. Nýlega opnaði hún sig á Instagram reikning sínum um ofbeldi sem hún upplifði í skóla af hálfu vinkonu, sem tók hana fyrir og endaði hún í ofbeldishringiðunni. Ofbeldið gekk á frá grunnskóla og uppí menntaskóla, þar sem eins og hún segir frá, hún heyrði innsæið og hlustaði. Hún þurfti að koma sér út, í kjölfarið sagði hún skilið við vinahópinn sinn. Hún deilir með okkur ferlinu, afhverju hún kom fram með sannleikan sinn og hvað því fylgdi. Kristín talar einnig um hversu mikilvægt það er að opna á þessa tegund af ofbeldi, fyrir kynslóðirnar okkar og mikilvægi þess að skila skömminni og sérstaklega núverandi og komandi kynslóðir. Kristín hefur einnig horft á nýjan raunveruleika í augun, eftir skilnað og með tvö börn. Kristín er eins skýr og þær gerast og öll ánægja í heimi að fá að hafa hana hjá mér í stólnum og tala um það sem skiptir máli.

www.instagram.com/kristin_sam

Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

Þáttur 128 - Kristín Sam um ofbeldi í vináttu, eftirköstin og nýr raunveruleiki eftir skilnað

Titel
Þáttur 128 - Kristín Sam um ofbeldi í vináttu, eftirköstin og nýr raunveruleiki eftir skilnað
Copyright
Veröffentlicht

flashback