Skref fyrir skref, tónlistarmenn af frumbyggjaættum og sumarkveðja

Veröffentlicht:

Við lítum inn í sýningarrýmið Á milli, við ingólfsstræti, en þar hanga upp olíumálverk eftir Sturlu Sigurðarson. Sýningin nefnist Skref fyrir skref og samanstendur af 6 málverkum í abstrakt expressjónískum stíl sem hverfast öll minningar sem eru duldar í líkamanum. Við ræðum við Sturlu í þætti dagsins.

Við rifjum upp tónlistarpistil Jelenu Ciric frá því í fyrra um tónlistarmenn af frumbyggjaættum sem starfa í Kanada. Tónlistarmenn sem verða fyrir áhrifum frá ólíkum tónlistarstefnum, allt frá kántrý til Dubstep sem þeir blanda svo við hljóðheim og málefni frumbyggjaþjóða til að skapa eitthvað alveg nýtt.

Einnig heilsum við íslensku sumri með hjálp hljóðritasafns Ríkisútvarpsins. Við týnum við fram nokkur sumarbrot og setjum saman að hætti hússins, þetta eru væntingar og stemningar, hugarleikfimi fyrri tíma um þann dásemdartíma sem sumarið er og á að vera og þær vonir sem ferðalög innibera.

Skref fyrir skref, tónlistarmenn af frumbyggjaættum og sumarkveðja

Titel
Vöggudýrabær, Orð gegn orði og Út úr mátunarklefanum; fleiri fjór...
Copyright
Veröffentlicht

flashback