Segðu mér

RÚV

Marta Nordal

Marta Nordal leikhússtjóri hjá LA, hún er að söðla um og verður sérfræðingur í sviðslistum í Menningar- og Viðskiptaráðuneytinu. Hún segir frá námi sínu i Bristol, heimkomu og stofnun Aldrei stelandi sem hún og Edda Björg Eyjólfsdóttir stofnuðu. Undanfarin 6 ár hefur hún verið listrænn stjórnandi LA, og loka sýningin á hennar vegum var And Björk of course.
Tónlist:
Love´s in need for love today - Stevie Wonder
Tæknimaður: Jón Þór Helgason


Vísindavarp Ævars

RÚV

Flöskuskeyti!

Bæði flöskuskeyti Ævars og Verkís eru komin aftur heim til Íslands. Ævar segir frá ferðalaginu og fær svo Arnór Þóri Sigfússon frá Verkís í heimsókn til að útskýra betur hvernig í ósköpunum skeytin virka.

krakkaruv.is/aevar
krakkaruv.is/floskuskeyti


Víðsjá

RÚV

IceCon, Cancion Ranchera og Feneyjatvíæringurinn

Við fáum sendingu frá Feneyjum í þættinum. Starfsnemar í listfræði, myndlist og sýningastjórnun við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands munu á næstu vikum flytja stutt erindi um sýningar Feneyjartvíæringsins. Í pistli dagsins tekur Auður Mist, oftast kölluð Auja Mist, myndlistakona frá Reykjavík, til máls og segir meðal annars frá því hvernig jaðarsettir hópar í myndlist hafa nýtt dulspeki sem sameiningartákn

Þorleifur Sigurðsson verður einnig með í þættinum en hann hefur verið að skoða tónlistarstefnur í ólíkum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að hafa haft gríðarleg menningarleg áhrif. Að þessu sinni mun hann segja frá Cancion Ranchera sem er mexíkósk þjóðlagahefð og er eitt helsta menningareinkenni Mexíkó.

IceCon-furðusagnahátíðin hefur göngu sína í fjórða sinn núna um helgina. Hugtakið furðusögur nær yfir fantasíur, vísindaskáldskap og hrollvekjur og allt þar á milli. Heiðursgestir í ár eru ri