Hring eftir hring, bók/kvikmynd og Tropicália

Release Date:

Í einu rótgrónasta menningarvígi borgarinnar, Mokka við Skólavörðustíg, stendur nú yfir sýning á málverkum eftir Unnar Ara Baldvinsson. Sýningin kallast Hring eftir hring og þar gefur að líta olíumálverk þar sem hringurinn er í aðalhlutverki. Unnar Ari segir okkur frá því úr hverju hringirnir spretta í þætti dagsins.

Við ætlum einnig að leiða hugan að kvikmyndaefni sem byggir á bókum en samband bóka og kvikmynda getur verið snúið. Það er oft einhver tilfinning í loftinu fyrir því að dygðugara sé að lesa bókina áður en maður sér kvikmynd unna upp úr téðri bók.

Við kynnum einnig til leiks nýjan pistlahöfun í þættinum. Þorleifur Sigurlásson, tónlistarmaður en hann ætlar að vera með okkur næstu vikur og skoða tónlistarstefnur í ólíkum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að hafa haft gríðarleg menningarleg áhrif, bæði á stöðum sem þær spretta fram sem og annarsstaðar í heiminum. Fyrsti áfangastaður hans er í listastefnunni Tropicáliu í Brasilíu.

Hring eftir hring, bók/kvikmynd og Tropicália

Title
Hring eftir hring, bók/kvikmynd og Tropicália
Copyright
Release Date

flashback