Flökt, Molem tónlist og nýræktarstyrkir

Veröffentlicht:

Tveir rithöfundar hlutu á dögunum nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Að þessu sinni hlutu þau Birgitta Björg Guðmarsdóttir og Sölvi Halldórsson styrkinn. Við komum til með að heyra þau segja frá verkunum og lesa uppúr þeim í þætti dagsins.

Þorleifur Sigurlásson verður einnig með okkur í dag en undanfarnar vikur hefur hann verið að segja frá tónlistarstefnum frá ólíkum heimshornum sem eiga það sameiginlegt að hafa haft gríðarleg menningarleg áhrif. Og í dag er hann með hugann við Molem tónlist frá Tælandi.

Við kynnum okkur Dansverkið Flökt sem sýnt er á Listahátíð í Borgarleikhúsinu. Höfundarnir, þær Tinna Ottesen og Bára Sigfúsdóttir, lýsa verkinu sem sjónrænu dansverki í síkvikri veröld. Tinna er rýmissagnahöfundur og Bára starfar sem dansari í Osló en leiðir þeirra lágu saman þegar þær voru báðar í námi í Belgíu.

Flökt, Molem tónlist og nýræktarstyrkir

Titel
Flökt, Molem tónlist og nýræktarstyrkir
Copyright
Veröffentlicht

flashback