Þór Wiium ljóðaslammari, Arnbjörg M. Daníelsen um Egil Sæbjörns, Vaðlaheiðargöng

Veröffentlicht:

Um liðna helgi fór fram árleg ljóðaslammkeppni Borgarbókasafnsins þar sem Þór Wiium bar sigur út býtum með ljóðið Merktur. Ljóðið fjallar um upplifun Þórs á því að vera trans karlmanður og viðbrögð samfélagsins. Í ljóðaslammi er það ekki síst flutningurinn sjálfur og tenging við áhorfendur sem skiptir máli og óhætt er að segja að flutningur Þórs hafi hitt alla viðstadda í hjartastað. Þór verður gestur okkar í þætti dagsins.

Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins nefnist stórsýning sem stendur yfir í Listasafni Íslands um þessar mundir. En þar má bera augum ný og eldri verk eftir Egil í þremur sölum safnsins þar sem áhersla er lögð á þá mörgu karaktera sem birtast í verkum hans. Við gerum okkur ferð niður í Listasafn og ræðum við Arnbjörgu Maríu Danielsen, sýningarstjóra.

Og Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir að þessu sinni í leiksýninguna Vaðlaheiðagöng sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu um liðna helgi.

Þór Wiium ljóðaslammari, Arnbjörg M. Daníelsen um Egil Sæbjörns, Vaðlaheiðargöng

Titel
Þór Wiium ljóðaslammari, Arnbjörg M. Daníelsen um Egil Sæbjörns, Vaðlaheiðargöng
Copyright
Veröffentlicht

flashback